Nytsamir sakleysingjar

Punktar

Samræðustjórnmál koma að gagni í vissum aðstæðum, þegar málsaðilar vilja komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þau eru hins vegar hættuleg, þegar hluti hópsins gætir eindreginna sérhagsmuna. Ögmundur Jónasson vildi kjafta bófaflokkana inn á meginatriði stjórnarskrár Stjórnlagaráðs. Reyndar voru bófarnir bara að tefja málið og eyða því. Enn sjáum við nytsama sakleysingja ímynda sér, að orðalag bófanna í Sigmundarnefnd sé spor í rétta átt. Þvert á móti er orðalagið svona til að gera Hæstarétti kleift að túlka stjórnarskrána út og suður. Þetta ferli allt er samsæri gegn þjóðarviljanum. Bófar eru eitraðir í samræðustjórnmálum.