Eins tölustafs fylgi

Punktar

Samfylkingin og Vinstri græn eru svipur hjá sjón. Hafa ekki grætt neitt á að vera í andstöðu við langverstu ríkisstjórn Íslandssögunnar. Einstaka þingmenn þessara flokka láta heyra vel í sér á alþingi. En talsmenn flokkanna eru alveg gagnslausir. Árni Páll Árnason er auðvitað út úr kú, en þá kom annar Blairisti og banksteravinur og krefst sætis hans. Samfylkingin getur ekki komið sér út úr ristli Blairismans. Öðru máli gegnir um Katrínu hjá Vinstri grænum. Vel látin af öllum. Hefur þó hvorki þol né kraft til að leiða flokk. Björn Valur berst, en það nægir ekki. Örlög beggja flokka eru frosin í eins tölustafs fylgi.