Þar sem frægir faðmast

Veitingar

Því miður er falinn frá bezti matarrýnandi vorra tíma, Seymour Britchky. Gaf þetta ráð: Kíktu, hvort þú sérð einhvern frægan úr fjölmiðlum, þá er maturinn vondur. Frægir forðast góða staði. Þar starir fólk á matinn og lítur í sælu upp til himins. Tekur ekki eftir frægu fólki. Það líkar þeim frægu stórilla. Þeir vilja, að horft sé á sig. Því fara þeir á dýra tema-staði með lélegum mat og vondri þjónustu. Þangað fer enginn nema til að horfa á fræga. Þar fær fólk sér plokkara sem fisk dagsins, 1000 krónum dýrari en glóandi þorskur á góðum stað. Fáir hugsa um, hvað þeir snæða, en frægir ramba milli borða til að faðmast.