Erlendis er öðru vísi tekið á Panama og Tortóla. David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur birt sex skattskýrslur sínar. Ekkert bólar á slíku hjá Sigmundi Davíð, Bjarna Benediktssyni og Ólöfu Nordal. François Hollande Frakklandsforseti þakkar lekann. Hér birta málgögn stjórnarinnar dylgjur um lekann. Í Frakklandi hófst vinna við að grafa upp skuldir skattsvikara. Hér reynir Bjarni Ben að hindra sektir svikaranna. Um allan heim er hlegið að bananaríkinu Íslandi. Birt eru myndskeið af helztu dólgum íslenzkra stjórnmála. Allt suðaustur í Ástralíu er þetta kryddað með háði í skemmtiþáttum. Enginn efast um, að Ísland er bananaríki.