Minnisstæð orð grínista

Punktar

Máttur orðsins er mikill. Ég má ekki sjá svo bregða fyrir Sigurði Inga, að mér verði ekki hugsað til orða Dóra DNA: „Jæja, nú er hann pabbi þinn farinn í meðferð. En drykkjufélagi hans ætlar að búa hérna hjá okkur.“ Og Jón Gnarr bætir við: „Og hann er ekki að fara í meðferð.“ Þetta samtal húmoristanna snýst einmitt um tilveru ríkisstjórnarinnar. Þar var hrókerað og niðurstaðan er alveg sama ríkisstjórn. Eini munurinn er, að höfuðbófinn í starfi fjármálaráðherra lítur á sig sem yfirmann forsætisráðherra. Æðsti bananinn bætir svo við alveg óvenjulega loðnu loforði um haustkosningar, sem hann mun svíkja eins og annað.