Aðeins að formi til er Ísland eitt norrænna velferðarríkja. Höfum ytri stefnu og metnað að norrænni fyrirmynd. Framkvæmdin er hins vegar götótt og sumpart ekki til. Þjónustan er með höppum og glöppum vegna rosalegs skorts á fjármagni. Fólk bíður árum saman eftir hjartaaðgerð eða augnsteinaskiptum og raunar hvers kyns aðgerðum. Heilir sjúkdómar eru á fjárhagsábyrgð sjúklinga. Kostnaður fólks hleðst upp á öllum heilsupóstum. Langir biðlistar lengjast hratt. Ráðherra og ríkisstjórn stefna einbeitt að hruni heilbrigðiskerfisins. Fljótlegra fyrir ráðherra væri að skjóta aldraða, öryrkja, tannveika og krabbameinsfólk á færi.