Vinstri-hægri er úrelt

Punktar

Katrínu Jakobsdóttur mistekst að heimta staðsetningu pírata á gömlum ás vinstri og hægri. Píratar flokkast illa á slíkum ás, því veruleiki þeirra er margvíður. Ásarnir eru minnst tveir, annars vegar saman-einka ásinn og hins vegar frelsis-forsjár ásinn. Á síðari ásnum eru píratar fjarri vinstri grænum, fylgja frelsi umfram forsjá. Samt hafa samþykkt stefnumál pírata eindregið verið höll undir samhyggju umfram einkahyggju, svo að samstarf er hugsanlegt. Píratar flokka sig samt ekki eftir forskrift frá Katrínu. Hún verður að sætta sig við, að viðræður um samstarf eftir kosningar taki mið af víðari veruleika en áður var í pólitík.