Ótímabær samstarfsfundur

Punktar

Fundur fjögurra stjórnmálaflokka um samstarf lyktar af tilraun tveggja manna í Samfylkingunni að lyfta sér og flokknum. Fólk verður því að fara gætilega í aðild að slíkum fundum. Þeir gagnast að vísu upp að vissu marki. Fróðlegt er svo sem að vita um undirtektir við hugmynd pírata um stutt kjörtímabil og nýju stjórnarskrána. Þar sem fjárlagagerð er óhjákvæmilega hornsteinn hvers þings, þarf líka að vera vitneskja um viðhorf til tekjuöflunar og tekjudreifingar. Til dæmis hverjir vilja endurheimt auðlindarentu og auðlegðarskatts og uppboð á veiðiheimildum. Það dugar lítt að kjafta, ef Samfylkingin er efins um slík mál.