Kokhraustir sukkarar

Punktar

Í gamla daga voru athafnamenn og foringjar Sjálfstæðisflokksins í Keflavík svo ruglaðir, að þeir máluðu flokksfálka á stofuveggi. Trylltast reis ruglið hjá Árna Sigfússyni bæjarstjóra. Þá var sko sukkað og stolið. Bæjarhúsnæði var selt upp í skuldir. Bærinn tók eigið húsnæði á leigu á okurverði. Að lokum sligaðist bærinn og rambaði á jaðri gjaldþrots. Flokkurinn missti meirihlutann og aðrir hafa reynt að stilla kúrsinn. Tveimur árum síðar er ljóst, að það mistekst. Reykjanesbær fer í gjörgæzlu hjá ráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki séð um peninga. Og kokhraustir sukkarar óstjórntæka flokksins saka hreingerningaliðið um uppgjöf.