Vond ákvörðun forsetans

Punktar

Þetta var vond ákvörðun hjá Ólafi Ragnari Grímssyni. Hann mun nota endurkjörið til að vinna gegn gildistöku stjórnarskrárinnar, sem fjórflokkurinn stakk niður í skúffu. Mun standa í vegi tilrauna til að mynda spánnýjan stjórnarmeirihluta eftir kosningar, sem menn vænta í haust. Og takist það ekki, mun hann leita færis til að tefja framvindu málsins og eyða því. Hann er einfaldlega andvígur því, að vald verði fært frá forsetanum til þjóðarinnar og þjóðaratkvæðis. Hann er fulltrúi gamla tímans, sem óttast breytingar og vill ekki, að vald sé flutt frá valdamönnum til hinna valdalausu. Hann hefur valið sér vond eftirmæli.