Ekkert kosningabandalag

Punktar

Ráðamenn dauðvona flokka heimta kosningabandalag við pírata til að halda stólum sínum á þingi. Samt þumbast þessir flokkar við að fallast á kröfu pírata um skjóta afgreiðslu stjórnarskrár. Annað hvort þeirrar, sem stjórnlagaráð samdi. Eða með þeim tæknilegu breytingum, sem gerðar voru í þingnefnd 2013 og gerðu stjórnarskrána skothelda. Í dauðvona flokkunum eru sumir ekki heilir í afstöðu sinni, hvorki til stjórnarskrár né til þjóðareignar á auðlindum. Þeir þjóna í raun auðgreifum landsins. Meðan þessir flokkar, Samfylkingin, Vinstri græn og Björt framtíð, eru með undanbrögð, geta þeir ekki vænzt kosningabandalags.