Frosið blóð í formönnum

Punktar

Mikil er meðvirkni formanna þriggja stjórnarandstöðuflokka á alþingi. Vinstri græn, Samfylking og Björt framtíð láta segja sér, að ekki sé enn búið að ákveða kjördag. Að tortólingur hyggist semja fjárlög. Að fyndinn forgangslisti 76 mála sé forsenda kjördags í haust. Árni Páll fagnar bara, að málaskrá sé komin fram. Illugi Jökulsson spyr réttilega: „Fyrirgefiði – en rennur yfirleitt í þessu fólki blóðið?“ Hér er allt á hvolfi: Tveir tortólingar enn ráðherrar. Algert minnisleysi um allt, nema að skattur sé greiddur af gleymdum eignum. Framsókn hefur ekki enn sagt af sér. Krafan á að vera: Kosið verði strax, ekki í haust.