Engar blautar tuskur

Punktar

Grunnþjónusta á að vera á vegum ríkisins, þar á meðal heilsa og samgöngur. Með samgöngum á ég við vegi, raflínur, símalínur, internet og flugvelli. Afturkalla ber hlutafélagavæðingu Landsvirkjunar, Landsnets, grunnnetsfyrirtækja, Símans og Isavia. Einnig á ríkið að reka allar heilsugæzlustöðvar og spítala. Þá ber ríkinu að rjúfa fáokun samráðsfyrirtækja á atvinnugreinum á borð við banka, tryggingar og olíu. Það gerist með yfirtöku eins olíufélags, eins banka og eins tryggingafélags. Þegar fylgislaus ríkisstjórn er á síðustu metrum, má ekki eyða orku í blautar tuskur í andlit fólks. Hvorki reyna að einkavæða Landspítalann né Landsnet.