Reynist skoðanakönnun Frjálsrar verslunar rétt, markar hún þáttaskil í slagnum um forsetaembættið. Fáist svipuð útkoma frá ábyrgum og viðurkenndum aðila, þarf að hlusta á upplýsingarnar. Könnunin bendir til, að Guðni Th. Jóhannesson eigi möguleika á að leggja Ólaf Ragnar Grímsson. Andri Snær Magnason er hins vegar með mun minna fylgi, þótt allir þrír skari fram úr öðrum. Þá kæmi sterklega til álita, að Andri Snær dragi sig til baka til að efla líkur Guðna. Hann er álitinn eins konar miðjumaður, sem flestir sætta sig við. Að vísu á hann eftir að tjá sig um stórpólitísk mál. En Andri Snær er talinn of róttækur og Ólafur Ragnar dinglar í snöru skrautlegrar tækifærastefnu.