Logið um innhaldið

Punktar

Leyniskjölin úr TTIP leynisamningunum sýna ekki bara yfirgang stórfyrirtækja. Sýna líka, að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins laug að þingi sambandsins um stöðu mála í viðræðunum. Eftir uppljóstrun Greenpeace má búast við, að allt fari á hvolf á þinginu og úti um alla Evrópu. Jean-Claude Juncker, forstjóri sambandsins, verður enn einu sinni kjöldreginn fyrir svindl og svínarí. Skiptir okkur máli, því Ísland er aðili að viðræðum um TISA, hliðstæðan leynisamning á Fríverzlunarsvæðinu. Alltaf kemur skýrar í ljós, að TTIP og TISA fela í sér, að auðræði stórfyrirtækja leysir lýðræði af hólmi. Þessir samningar eru landráð.

FRÉTTIN