Í stöðu aðdraganda forsetakosninganna geta fylgismenn Andra Snæs hugsað dæmið á ýmsa vegu. Sumir segja hann sinn mann með skýra sýn. Þeir muni standa með honum í kjörklefanum. Aðrir segja hann skorta séns. Betra að kjósa næstskásta kostinn til að fella drekann. Taktísk hugsun, góð eða vond eftir atvikum. Fátt er vitað um Guðna, en fólk telur hann tæpast nálgast Ólaf Ragnar í skepnuskap. Sú hugsun er eins konar frumstæð útgáfa af raðvali, Andri Snær nr. 1 og Guðni nr.2. Búið að gefa sér, að kostur 1 náist ekki, og fara beint í kost 2. Því miður virðist Guðni sýna lítinn áhuga á nýrri stjórnarskrá og náttúru Íslands. Það er vont.