Nei, nei, nei, nei, nei – og þó

Punktar

Virtasta dagblað Þýzkalands, Süddeutsche Zeitung, stærst á eftir Bild Zeitung, gerir grín að Ólafi Ragnari forseta. „Nein, nein, nein, nein, nein – oder doch“ segir það yfir þvera forsíðu. Verra verður það ekki. Arthúr Björgvin Bollason fékk erfiðar spurningar á fyrirlestri sínum í München og segir: „Það, sem Íslendingar ættu að fara hugsa um, er, að þessir atburðir síðustu missera, og núna með forsetann á forsíðu stórblaðs, hafa skapað mynd af þjóðinni, sem er farið að minna á einhvern frumstæðan þjóðflokk“. Ólafur hefði getað byrjað setningu sína á orðunum: „Mér vitanlega hefur …“ Tapaði sans fyrir takmörkunum sínum og varð þjóðinni til skammar.

Süddeutsche Zeitung