Hatar fólkið í landinu

Punktar

Þátttaka sjúklinga í heilsukostnaði er komin út í þvílíkar öfgar, að 40% fólks frestar að leita til læknis. Hlutfallið hefur snarhækkað úr 30% árið 1998 í 41% árið 2015. Enn vill ríkisstjórnin auka þennan kostnað með nýju lagafrumvarpi. Í stað þess að fylgja norrænum þjóðum stefnum við í hina áttina. Stefnum í eymd og volæði stéttskiptu Bandaríkjanna. Á Norðurlöndum er reynt að minnka þessa greiðsluþátttöku og afnema hana, en hér þarf að veita auðgreifum ný fríðindi á kostnað almennings. Hugsið ykkur, hversu mörg börn og gamalmenni eru innifalin í þessari rosalegu prósentu, 40%. Ríkisstjórn bófanna hatar fólkið í landinu.