Taki umbótaöfl saman höndum eftir kosningar, verður meirihlutinn veikur. Við fáum þriggja flokka stjórn, sumpart með volgum stuðningi við nýja stjórnarskrá. Píratar eru þeir einu, sem hafa lýst eindregnum stuðningi við hana. Annað hvort í því formi, sem hún kom frá Stjórnlagaráði. Eða í því formi, sem hún var hjá Stjórnskipunarnefnd alþingis undir lok síðasta kjörtímabils 2013. Meðal pírata á þingi verða Ögmundar, sem ímynda sér, að hægt sé að reka samræðustjórnmál við bófa. Meðal vinstri þingmanna verða líka einhverjir Ögmundar með sérskoðanir. Ögmundar allra stjórnarflokka munu tefja stjórnarskrána og raska ferli hennar.