Hægri frjálshyggja

Punktar

Ríki, eftirlit og skattar eru vörn hinna veiku gegn hinum sterku, sem ryðjast fram í græðgi. Velferð er ætlað að jafna leikinn, gefa fátækum kost á heilsu og menntun til jafns við aðra. Fái hinir sterku færi á að velja velferð eftir sínu höfði, tekur frekjan völdin. Brauðmolar sáldrast ekki af borðum hinna sterku. Þeir búa til velferð fyrir sig, fyrirtæki sín, skattaskjól sín, aflandseyjar sínar. Klófesta til dæmis veðsetjanlega eign á auðlindum heillar þjóðar. Græða líka á gengisrokki krónu. Frjálshyggja óbeitar á ríki, eftirliti og sköttum er ekki bara ósönnuð tilgáta, heldur beinlínis sjúkdómur, sem heitir siðblinda.