Átta árum frá hruni, hefur ekki enn verið stoppað í lagagöt. Að einhverju leyti taka lög á þeim þjófnaði, sem kallast umboðssvik. Felur í sér, að stjórar taka að sér að skafa innan fyrirtæki sín, til dæmis banka, til dæmis fyrir eigendur eða ráðherra. Stærsti umboðssvikarinn er auðvitað Davíð, sem skóf Seðlabankann að innan; hefur ekki enn verið kærður. Kennitöluflakk tíðkast óbreytt, skuldir skildar eftir á gamalli kennitölu og lánsfé flutt yfir á nýja kennitölu. Enn er talað um ýmis skattsvik sem skattasniðgöngu eins og reglur séu hindranir, sem sveigja beri fyrir. Dorrit bófi gerði reglur um búsetu að víðfrægum skrípaleik.