Davíð sturlar pólitíkina

Punktar

Það kórónar sturlun íslenzkra þjóðmála að persónugervingur hrunsins bjóði sig fram til forseta Íslands. Maðurinn, sem framkallaði eftirlitsleysi með bönkum, þegar hann var forsætisráðherra. Maðurinn, sem skóf allan gjaldeyri innan úr Seðlabankanum daginn fyrir hrunið. Maðurinn, sem Time Magazine skilgreindi sem einn 25 helztu gerenda alþjóðakreppunnar 2008. Davíð Oddsson vill nú þar á ofan  verða forseti Íslands. Í samkeppni við annan gaur af svipuðum toga siðblindu og samvizkuleysis. Þar hittir andskotinn ömmu sína, ég man ekki, hvor þeirra notaði orðið „skítlegt eðli“ um hugarfar hins. Nú býð ég ekki í kjósendur vora.

Lýsing TIME