Fylgi Ólafs Ragnars hrundi um helming í skoðanakönnun í gær. Klukkustundu síðar hætti hann við framboð. Ekki með hvelli á Bessastöðum heldur með andvarpi eða stunu í síma. Þar með erum við laus við annan af helztu tuddum fortíðarinnar. Hinn fékk dapra innkomu, sem bendir til 15-20% fylgis Davíðs. Háðuleg tala, sem sýnir, að þjóðin fyrirgefur honum ekki hrunið. Tölurnar slefa honum í þriðja sætið. Gefa tveimur frambjóðendum rými fyrir ofan. Andi Snær er aftur kominn inn í myndina. Því að fólk þarf ekki að velta fyrir sér að kjósa taktískt.