Panama-pappírarnir veita innsýn í síðustu kortérin á hruni vestræns siðferðis. Auðfyrirtæki og auðfólk fela í auknum mæli tekjur og eignir í skattaskjóli aflandseyja. Forðast samfélagskostnað og draga þar á ofan úr veltu þess. Sérstök lögfræðifyrirtæki á borð við Mossack Fonseca taka þátt í lagasmíði aflandseyja til að fela fé og tilfærslu fjár. Fyrir tilviljun þorði stórblað Þýzkalands að taka þátt í birtingu gagnanna. Eigendur fjölmiðla eru nefnilega auðfyrirtæki með aflandsfé. Fréttablaðið, Stöð 2 og Morgunblaðið hefðu aldrei tekið þátt í slíkri birtingu. En Süddeutsche þorði að opna Pandóru-boxið.