Þöggun íslamsvandans er að bresta víða um Evrópu. Hér lenda bókabúðir í vanda, þegar upp kemst. Í Svíþjóð falsaði löggan lengi tölur um afbrot múslima. En nú segir hún, að 55 hverfi í landinu séu bannhverfi, sem hún sé að missa tökin á. Eftir síðustu nýársnótt í Þýzkalandi kom í ljós, að löggan og fjölmiðlar höfðu lengi þaggað vandann. Nú er allt að opnast þar. Þetta hefur verið vatn á myllu róttækra múslimahatara. Þeir benda á óheilindi fjölmenningarsinna, sem knúðu fram þessa þöggun. Búast má við auknu fylgi flokka múslimahatara víðs vegar um Evrópu. Í opnu samfélagi hefnir þöggun sín, hún hittir þig eins og búmerang.