Kostuleg bræðrabylta

Punktar

Freku karlarnir gengu of langt í sandkassaleik sínum um Bessastaði. Úr varð kostuleg bræðrabylta. Hornsteinn landsins að eigin mati hljóp inn í framboð og út úr framboði á fárra daga fresti. Snautlegur endir á ferli Ólafs Ragnars Grímssonar. Hinn roggni karlinn úr fortíðinni reynist hafa enn minni stuðning. Davíð Oddsson lét Hannes Hólmstein telja sér trú um, að hann væri alls ekki helzti hrunvaldurinn, heldur þjóðhetjan. Snautlegt framboð kollvarpaðist á bara tveimur dögum. Engin eftirspurn er lengur eftir þessum uppskrúfuðu körlum úr fortíðinni. Gamla, spillta Ísland er að deyja og Nýtt Ísland fer að taka við.

KÖNNUNIN