Norræna kerfið er bezt

Punktar

Ríki, eftirlit og skattar eru hornsteinn friðsællar mannúðarstefnu Norðurlanda. Það kerfi er mun betra en kerfið í Bandaríkjunum. Ég tel skatta á láglaunum og miðlungslaunum vera við hæfi. Vil hins vegar leggja skatt á auðlegð eins og var hér á fyrra kjörtímabili. Mestu máli skiptir þó að taka upp markaðsbúskap í auðlindarentu. Með uppboði á leigu veiðiheimilda í fiskveiðum, ferðaþjónustu og orku, þar sem takmarka þarf nýtingu. Tel, að það muni duga til að koma hér upp norrænu ríkiskerfi í heilsuþjónustu og velferð. Eftirlit með fjármálum þarf að vera strangara en hér. Því að hinir gráðugu reyna sífellt að finna nýjar leiðir til að komast undan samfélagsábyrgð. Samanber skattaskjólin á aflandseyjum.