Fyrst eyðilagði hann Sjálfstæðisflokkinn. Breytti honum úr virðulegu íhaldi í auðgreifa-skrímslið, sem nú er bófaflokkur Bjarna Ben. Eyðilagði svo eftirlit hins opinbera, lét það þjónusta sig eða lagði það niður, sjá Þjóðhagsstofnun. Einkavæddi ríkisbanka og lét þá leika lausum hala. Fór svo í Seðlabankann. Skóf hann innan að gjaldeyri til að fleygja í gjaldþrota einkabanka. Gerði bankann tæknilega gjaldþrota, svo að skattgreiðendur voru látnir hlaupa undir bagga. Endaði á því að eyðileggja Morgunblaðið. Þar er ránsfé kvótagreifa notað til að borga dúndrandi tap. Og nú telur hann við hæfi að verða forseti Íslands.