Þrælar vernda kvalara

Punktar

Fátt raskar ró íslenzkra stjórnmála. Fari Framsókn niður, fer Sjálfstæðis upp. Samanlagt fylgi bófaflokkanna rambar kringum 35%, þriðjung kjósenda. Þótt allt leiki á reiðiskjálfi vegna uppljóstrana um aflendinga í skattaskjóli, raskar það ekki fylgi bófanna. Raskar ekki rónni að frétta af meginfjárhæðum, sem stolið er og falið í fjarlægum eyjum. Ekki heldur, þótt þetta séu alls þúsund milljarðar. Líklega of ferleg tala til að skiljast. Þessi þriðjungur kjósenda hindrar okkur í að koma hér upp norrænu fyrirmyndarsamfélagi. Flækist fyrir stjórnarskrá og siðvæðingu stjórnmála; þrælahjörðin myrka, sem stendur vörð um kvalara sína.