Ögmundist ekki

Punktar

Nota hugtakið ögmund um sérstaka tegund stjórnmálamanns. Það er einleikari, sem gruflar mikið, hefur heimafengnar skoðanir og trúir á samræðustjórnmál þeim til sigurs. Fyrirmyndin er Ögmundur, sem fór í og úr síðustu stjórn eftir málefnum hverju sinni. Sem formaður Stjórnskipunarnefndar í lok síðasta kjörtímabils leitaði hann samkomulags við sjálfstæðismenn með samræðum. Sem tókst auðvitað ekki. Bófarnir héldu fast við sitt og málið féll á tíma. Í næstu þingkosningum ber að forðast að velja ögmunda. Með grufli, sérvizku og samræðum mun þeim ella takast að tefja framgang stjórnarskrár fólksins og uppboða á leigu auðlinda.