22569 skoðanir mínar

Punktar

Einn þeirra, sem telja má atvinnumenn í álitsgjöf. Hef á ævinni haft skriflega skoðun 22569 sinnum, misjafnlega rækilega. Sigmundur Davíð mundi kalla það heimsmet. Oft vissi ég varla, hver skoðunin var, fyrr en ég var búinn að lesa hana. Textinn leiðir oft að niðurstöðu. Dytti einhverjum í hug að lesa ósköpin, sæi hann, að skoðun frá 1975 er önnur en frá 2015. Ég er enginn Björn Bjarna með grunnmúraða flokksskoðun frá því fyrir fæðingu. Hversu lengi enn, veit ég ekki. Langar til að sitja yfir höfuðsvörðum verstu ríkisstjórnar lýðveldisins. Að því búnu má síga á endasprett þrautseigasta álitsgjafa lýðveldistímans.