Flokka má íslenzka kjósendur eftir því, hvort þeir vilji litlar eða miklar breytingar. Sumir vilja ekki láta raska ró sinni. Hræddir við óvissuna, sáttir við stöðu sína, þótt hún sé ekkert til að hrópa húrra fyrir. Kæra sig lítið um nýbúa og finnst Íslandi fátt til foráttu. Líta upp til höfðingja og finnst þeir eiga að ráða ferð. Hugsa lítið um pólitík og kjósa Sjálfstæðis eða Framsókn af gömlum vana. Taka kosningaloforð góð og gild. Svo fer að gefa á bátinn, pottar eru lamdir á Austurvelli, málþóf stundað á þingi, þung orð falla í fjölmiðlum, fólk sýnir borgaralega óhlýðni. Þá segja þessir þrælar bara: Guð blessi Ísland.