Samkvæmt könnunum líðandi stundar geta Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar einir myndað tveggja flokka ríkisstjórn. Ég sé samt ekki, að þessir flokkar geti náð saman um stjórnarskrá, auðlindarentu, auðlegðarskatt og norræna velferð. Miklu líklegri er þriggja eða fleiri flokka stjórn, annað hvort á grundvelli Pírata eða Sjálfstæðis. Minnihlutastjórn verður erfið, hér búa ekki sáttfúsir Danir. Líklegt er, að slík stjórn verði skipuð einræðisráðherrum hverjum á sínu sviði. Meðan bófaflokkur hefur yfir 30% fylgi, verða nauðsynlegustu kerfisbreytingar torsóttar. Enda eru gömlu flokkarnir sérfræðingar að láta góðu málin gufa upp.