Bingi spillti fyrir Davíð

Punktar

Engar marktækar breytingar urðu á fylgi forsetaframbjóðenda við átök og árásir Davíðs Oddssonar í vikunni. Guðni Th. Jóhannesson er áfram með yfir 60% fylgi og Davíð er enn undir 20%. Gamli skítadreifarinn virkar ekki lengur, tími hans er liðinn. Betur tókst til hjá Andra Snæ Magnasyni og Höllu Tómasdóttur, sem ræddu málin af forsetalegri ró og skynsemi. Enda græddu þau fylgi um helgina. Raunar var það Björn Ingi, sem eyðilagði samtal Guðna og Davíðs. Með því að æsa Davíð upp í gömlu froðuna í stað þess að ræða forsetaembættið af ró og skynsemi.