Enn er deilt um vinstri og hægri pólitík eins og hún sé einvíð. Langt er síðan farið var að meta hana tvívíða, annars vegar á samhyggju-sérhyggju ás og hins vegar frelsis-forsjár ás. Raunar er hún margvíð, til dæmis má bæta við ás milli siðblindu og siðsemi. Það kemur til dæmis í ljós, að nánast ekkert samband er milli stefnu og gerða. Sem bófaflokkur er Sjálfstæðis í siðblinduhorninu og sérhyggjuhorninu og anzi nálægt forsjárhorninu. Framsókn er á svipuðum slóðum. Píratar eru fjærst þessu, nálægt siðsemishorninu og samhyggjuhorninu, en deila um, hvar þeir vilji vera á frelsis-forsjár ásnum, líklega nær frelsi en forsjá.