Ofstækisfrumvarpið

Punktar

Illugi Gunnarsson leynir á sér, þótt hann læðist með veggjum. Hugsjónamaður hinnar ofstækisfullu brauðmolastefnu, að hlúa beri að ríkum og draga beri úr stuðningi við fátæka. Virðist lítið nota embættismenn við að semja frumvörp. Vill frekar gera það einn með skoðanabræðrum sínum. Þess vegna er frumvarpið um Lánasjóð námsmanna svona skrítið. Garðabæjarbörn með vasapeninga fá ríkisstyrk til náms, en hinir fátæku eiga að skelfast margföldun vaxta af lánum. Markmið frumvarpsins er ekki að efla menntun, heldur færa fé frá fátækum til ríkra. Það er raunar stefna galinnar stjórnar, en fáir stunda hana af þvílíkri einurð.