Afturgangan er skæðari

Punktar

Pólitískt andlát Sigmundar Davíðs fékk snöggan endi. Afturgangan er komin á kreik, hálfu skæðari en í fyrra lífi. Hefur enn ekkert lært og engu gleymt. Er fórnardýr alþjóðlegs samsæris, sem spannar heimsbyggðina. Alls staðar var séð myndskeiðið af pólitíska sjálfsvíginu í Ráðherrabústaðnum. Þjónar í Tyrklandi segja: „Yes, Iceland, Panama“. Viðtökur Sigmundar voru jákvæðari hjá miðstjórn Framsóknar. Höskuldur Þórhallsson segist aldrei hafa orðið vitni að við­líkri for­ingja­dýrkun og virð­ist vera hjá „fá­mennum en dug­legum hópi inn­an­ Fram­sókn­ar­flokks­ins“. Afturgangan mun endurheimta flokkinn. Og sama ruglið endurlífgast.