Brynjar læknar ekki græðgi

Punktar

Reynslan sýnir, að megintilgátur nýfrjálshyggju standast ekki prófun. Gælur við auðmenn leiða ekki til brauðmola til fátækra. Því meira auði, sem hlaðið er á auðmenn, þeim mun meira eykst græðgi þeirra. Afsláttur af fjármagnstekjuskatti leiðir ekki til betri innheimtu. Þess vegna á að hafa skattinn eins hér og í nágrannalöndunum. Uppboð aflaheimilda er ekki kommúnismi, heldur hrein og tær markaðshyggja. Bætur verða því ekki greiddar fyrir minni gróðavonir. Öll rök Brynjars Nielssonar eru einskis virði, líka þau, að stórir kaupendur að ódýrri orku megi losna við auðlindarentu. Ókeypis auðlindarenta er séríslenzk fávísi.