Frómar óskir Economist

Punktar

Economist notar Ísland sem víti til varnaðar. Bretar eigi ekki að segja sig úr Evrópusambandinu, það sé of dýrt. Blaðið bendir á, að Evrópska efnahagssvæðið hafi engin áhrif á lög og reglugerðir Evrópusambandsins. Verði þó að lúta þeim til að halda tollfríðindum sínum. Aukakostnaður verði 1% af landsframleiðslu Breta. Sennilega verður Economist ekki að ósk sinni. Síðustu árin hefur ESB ítrekað lent í vandræðum, sem það hefur ekki ráðið við. Framkvæmdastjórar þess eru ekki fyrsta flokks og finna engar lausnir. Ekki á skuldum Grikkja og ekki á landhlaupi múslima. Þess vegna er Evrópusambandið hataðra en nokkru sinni fyrr.