Guðmundur afétur gamlingja

Punktar

Greiðslur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til gamla fólksins hafa ekki hækkað árum saman, þrátt fyrir almennar launahækkanir. Furði fólk sig á þessu, má það líta á, hvernig laun framkvæmdastjóra sjóðsins hafa bólgnað á þessum tíma. Árið 2009 voru framkvæmdastjórar þriggja stærstu sjóðanna með sömu laun, 18 milljónir eða 1,5 milljón á mánuði. Guðmundur Þ. Þórhallsson hjá sjóði verzlunarmanna hefur síðan blómstrað upp fyrir 3 milljónir króna á mánuði árið 2015. Þetta er gott dæmi um siðblinduna, sem hrjáir yfirstétt þjóðfélagsins. Við þurfum byltingu, er sópar burt öllu þessu græðgisliði, sem afétur unga sem gamla. Pírata til valda.