Blessaðar kannanir

Punktar

Skoðanakannanir þekktust ekki hér á landi fyrr en á seinni hluta síðustu aldar. Áður höfðu almannatenglar flokkanna skrítna vitneskju, sem þeir komu á framfæri í flokksblöðum. Svo komu atkvæðagreiðslur á vinnustöðum, sem einnig gáfu færi á skrítnum fullyrðingum. Smám saman komu þó til skjalanna vísindalegar kannanir, sem notuðu svipaðrar aðferðir og erlendis. Við sjáum í fjölmiðlum, hversu góð fylgni er í útkomum slíkra stofnana undanfarið. Við erum orðin frjáls af lygum pólitískra almannatengla. Getum notað tölur, sem er treyst. Fásinna er að banna vísindalegar kannanir í viku fyrir kosningar. Það býður heim gamalkunnum lygum.