Tilfærslur á fylgi

Punktar

Davíð hefur engu gleymt og ekkert lært. Reynir að leiða kosningabaráttuna aftur til fortíðar. Smjörklípurnar virka bara ekki lengur, verða eins og bjúgverpill. Fólk áttar sig á, að hann er búinn að vera. Atkvæði munu því dreifast meira. Til dæmis gætu Andri Snær og Halla farið upp fyrir Davíð. Andri Snær er bezta forsetaefnið, fulltrúi Nýja Íslands. Guðni er fremur fulltrúi þess hluta Gamla Íslands, sem vill endurheimta siðferðið í pólitík og viðskiptum. Ekkert bendir til, að hann muni hjálpa til við að breyta Gamla Íslandi í grundvallaratriðum. Það væri þó í samræmi við stjórnarskrána, sem bíður fullbúin niðri í skúffu.