Ég er ágætlega sáttur við, að Guðni verði forseti. Hann er of heiðarlegur til að reyna að ganga gegn vilja fólksins, þótt hann hafi sýnt stjórnarskrá fólksins lítinn áhuga. Hann verður góður forseti. Halla stóð sig langbezt frambjóðenda á lokasprettinum. Tók stærri hlut þeirra, sem ákváðu val sitt eftir að síðasta könnun var tekin, en hinna, sem voru áður búnir að ákveða sig. Einkum var þetta áberandi á landsbyggðinni. Davíð fékk slæma útkomu, líklega í fjórða sæti. Fékk þannig loksins sinn Landsdóm, sem hann missti af, þegar Geir Haarde var hengdur upp. Fínt að losna við tvo gamla pólitíkusa í einu höggi, Davíð og Ólaf Ragnar.