Davíð og skrímslunum gekk ekkert að innleiða þá söguskoðun, að Ríkisútvarpið hafi frá upphafi stýrt sigurför Guðna forsetaefnis. Flokkurinn getur ekki lengur stýrt því í krafti fjölmiðlaveldis, hver sé söguskoðun fólks. Mogginn er dauður sem áhrifaafl. Sjáið afleiðingar þess, að blaðið hefur árum saman farið hamförum í stuðningi við Davíð og hrunskoðanir hans. Fylgi hans til embættis forseta minnkaði í baráttunni. Stafrænir miðlar fólksins sjálfs hafa tekið við. Þar myndast og koma fram skoðanir á framvindu mála. Davíð hefur engan skilning á, hvernig nýja öldin er orðin. Kann varla á tölvupóst og þekkir ekki fésbókina.