Ríkið verndi sjómenn

Punktar

Í skjóli einokunar á kvóta eiga kvótagreifar alls kostar við sjómenn um laun og kjör. Láta sjómenn taka þátt í skipakaupakostnaði og olíukostnaði. Neita árum saman að semja, nema ríkið taki yfir aukinn hluta af launakostnaði. Sjómenn, sem berjast gegn þessu, eru reknir úr skipsrúmi og frystir út af öðrum illhvelum kvótans. Greifarnir hafa undanfarin ár verið fyrirmynd annarra auðgreifa í ýktri græðgi og siðblindu. Ný og siðvædd ríkisstjórn þarf að taka á þessu. Setja lög um kjarasamninga við misjafnt afl aðila. Þar sé gert ráð fyrir, að sérstakur kjaradómur úthýsi kostnaðarhlutdeild og taki tillit til ofsagróðans af einokun á þjóðarauðlind.