Fólkið styður Evrópu

Punktar

Daginn eftir Brexit spáði ég, að útkoman mundi fæla Evrópuþjóðir frá útgöngu úr Evrópusambandinu. Nefndi Dani sem dæmi. Í tveimur skoðanakönnunum kom svo í ljós, að Brexit jók fylgi Dana við aðild. Stuðningsfólki aðildar fjölgaði úr 50% í 70%. Andstæðingum aðildar fækkaði úr 22% í 18%. Sama mun koma í ljós í Hollandi, þar sem mikið var talað um útgöngu. Evrópusambandið er því síður en svo að gliðna í sundur. Það er traustara en það var fyrir Brexit. Og evran blífur meðan pundið fellur. Fólk fattar, að Brexit áróðurinn var rekinn á upphrópunum og lygum. Enda þorir Boris Johnson alls ekki að taka við formennsku í brezka íhaldsflokknum.