Sorglegt er, að Sigríður Benediktsdóttir skuli segja af sér sem framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabankanum. Þar hefur hún greint og metið kerfisáhættu og fjármálastöðugleika frá 2012 og mótað varúðarreglur fyrir fjármálakerfið. Áður sat hún í rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Átti mikinn þátt í skýrum og undanbragðalausum texta skýrslunnar. Hún fer í starf hjá Yale-háskóla sem vísindamaður og kennari, þar sem hún var fyrir hrunið. Hún gefst of snemma upp á Íslendingum. Spillta ríkisstjórnin er að hruni komin. Ný ríkisstjórn hefði þurft á henni að halda sem Seðlabankastjóra sínum.