Samræðustjórnmál virka, séu viðmælendur sammála um ýmis grundvallaratriði. Virka ekki í klofnu samfélagi eins og Íslandi. Hér stendur slagurinn milli hinna allra ríkustu og fátækari helmings fólks. Ríkisstjórnin stöðvaði aðgerðir í átt til jöfnunar lífskjara. Magnaði í staðinn stéttaskiptingu með árásum á velferð, heilsu og menntamál. Lækkaði skatta og gjöld hinna allra ríkustu og veitti þeim skuldaafslátt. Baráttan kristallast í slagnum um stjórnarskrá fólksins og þriggja paragraffa frumvarp forsætisráðherra. Þar gekk stjórnarandstaðan of langt í samræðustjórnmálum. Við bófa talar maður bara með tveimur hrútshornum.