Vonarstjarna Framsóknar, Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, mun ekki bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Býst við miðstjórnarfundi í ágúst, þar sem Sigmundur Davíð verði í kjöri. Segir hann ferðast um landið að safna fylgi við endurkjör sitt. Af þessu má spá, að Framsókn fari í næstu kosningar með gaurinn á bakinu. Erfitt mun honum reynast að selja loforð í stíl við þau ævintýralegu, sem hann gaf fyrir síðustu kosningar. Búast má við, að formennska hans verði andstæðingum flokksins að vopni. Horfnir eru gamlir stuðningsmenn hans, svo að hann verður að reiða sig á almenna og alkunna heimsku flokksmanna.