Bremsum hótelin

Punktar

Með öllum þessum steyptu hótelum, sem troðið er í gamla miðbæinn og Þingholtin, er verið að eyðileggja þetta krúttlega, sem höfðar til ferðamanna. Ekki er nóg að hafa gömul og fögur hús á stangli. Þau þurfa að mynda heilar götulínur. Og einhver önnur þjónusta þarf að vera innan um lundabúðirnar. Fyrr eða síðar kemur að offramboði á þjónustu fyrir ferðamenn. Ísland kemst úr tízku, þegar steyptu hótelin bera skrýtna miðbæinn ofurliði. Hægt er að tempra aukninguna með því að leggja fullan vask á ferðaþjónustu, akstur, mat og gistingu. Ferðaþjónusta er takmörkuð auðlind sem og aðrar auðlindir. Okkur ber renta af henni sem slíkri.